Beikonvafin risahörpuskel með sultuðu engifer og balsamíksírópi

Beikonvafinn hörpudiskurÞar sem hörpuskelin hefur fínlegt bragð, vildi ég ekki láta hana taka of mikið beikonbragð í sig og steikti því beikonið áður en ég vafði því utan um hörpufiskin og léttsteikti hann svo.  Með þessu móti fæst stökkt beikon án þess að fiskurinn verði of eldaður. Sultað engiferið gælir nett  við hörpufiskinn  með sætkrydduðum undirleik. 

Með þessu smellpassaði svo Gewürztraminer frá Alsace. Vínið sem ég valdi hafði létt yfirbragð og örlítinn sætuvott, sem samlagaði sig vel að sætu engiferinu.

Ég hef einnig prófað Chardonnay frá Búrgundí, sem virkar einnig vel, en það nær ekki eins góðu samspili við engifer og beikon eins og Gewürztraminer.

 

GewürztraminerGewürztraminer  þrúgan sýnir sínar bestu hliðar í Alsace í Frakklandi. Þrúgan er mjög ilmrík og krydduð eins og nafnið gefur til kynna, hefur oftast litla sýru og getur stundum virkað örlítið sætt.  Í Gewürztraminer má oft finna ilm af rósum, lichi, hunangi, sítrónu, læm, greip, apríkósu og kryddi. Einnig leynist þar oft engifer og beikon. Og er þar komin ástæðan fyrir því að ég valdi Gewürztraminer með þessum rétti.

Gewürztraminer hentar einnig vel með asískum mat, reyktum mat, hangikjöts carpacio, smellpassar, Foie Gras, og gráðaosti. Ýmislegt fleira mætti tína til en látum staðar numið hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Palli, til hamingju með þetta snilldarframtak. Þvílikur herraamður sem þú ert að leyfa öðrum að njóta af viskubrunni og sælkeraáráttu :)

En ein pæling. Ertu ósammála mér ef að ég mundi segja að það væri gaman að prófa þennan rétt með ilmríku Viognier?

Kv.

Eymar

Eymar Plédel Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:06

2 identicon

Glæsileg frammistaða. Loksins er gamli farinn að ausa úr viskubrunni sínum á opinberum vettvangi. Hlakkar til  að lesa meira

Kv, Gunsterinn 

Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband